Stefnumiðuð stjórnun hugverkaréttinda

Stefnumiðuð stjórnun hugverkaréttinda, hvort sem um er að ræða einkaleyfi, vörumerki, hönnun, lén eða höfundarétt,  felur í sér skilgreiningu, mótun og innleiðingu á stefnu um stjórnun hugmynda og uppfinninga, auk skipulags og umsjónar með verkferlum og aðferðum sem notaðar eru við að umbreyta hugverkaréttindum yfir í raunveruleg verðmæti og bókfærðar eignir.
 
Stefnumiðuð stjórnun spannar allt frá hugmyndavinnu til kynningar vöru á markaði og heldur svo áfram út allan líftíma vörunnar. Því fyrr sem hugað er að athugun og síðan skráningu og verndun hugverkaréttinda í þróunarferlinu, því fleiri möguleika eiga fyrirtæki á að raunverulega vernda hugverk sín á hagkvæman og öruggan máta.
 
Sérfræðingar okkar hjá Tego vita hversu mikilvægt það er að beita stefnumiðaðri stjórnun hugverkaréttinda og hvaða áhrif slík stjórnun hefur á vöxt og árangur fyrirtækisins. Svo viðskiptavinir okkar njóti eins góðrar þjónustu og völ er á, leggjum við áherslu á að sameina lögfræðilegan stuðning og markaðslega þekkingu svo úr verði hámarks arðsemi með lágmarks áhætta.