Um okkur

Tego hugverkaráðgjöf er traustur samstarfsaðili á sviði hugverkaréttinda. Við sérhæfum okkur í ráðgjöf og þjónustu er varða hugverkaréttindi og byggjum á traustum grunni mikillar reynslu í heimi hugverkaréttinda.
 
Starfsfólk okkar hefur mismunandi bakgrunn og þekkingu á hugverkaréttindum en það er einmitt sá grunnur sem styrkir okkur og gerir okkur kleift að veita viðskiptavinum okkar heildstæða og trausta ráðgjöf.
 
Markmið okkar er að veita viðskiptavinum sérhæfða, hágæða  þjónustu sem tryggir öruggt utanumhald á hugverkaréttindum og hámörkun verðmæta þessara eigna. Við aðlögum þjónustu okkar að viðskiptavinum okkar og gerum okkur grein fyrir því að mismunandi viðskiptavinir þurfa mismunandi þjónustu.
 
Við aðstoðum bæði fyrirtæki og einstaklinga við að stjórna og móta stefnu um verndun og varðveislu hugverkaréttinda sinna. Hvort sem um ræðir vörumerki, hönnun, lén eða einkaleyfi þá getum við aðstoðað þig við úrlausn og vinnslu þinna mála.
 
Með því að vinna með þér og þínu teymi finnum við lausn sem sérsniðin er að þínu fyrirtæki með stærð þess, stefnu og framtíðarsýn að leiðarljósi.
 
Þinn árangur er okkar markmið.