Hönnun

Viðhald og endurnýjun
Á Íslandi er hægt að skrá hönnun til 25 ára. Annað hvort er hægt að skrá strax til alls 25 ára og greiða fyrir vernd í þann tíma eða sækja um skráningu til 5 ára í senn. Skráninguna er svo hægt að endurnýja á 5 ára fresti þar til 25 ára verndatíma er náð.
 
Hjá Tego bjóðum við viðskiptavinum okkar að halda utanum viðhald og endurnýjun hönnunarskráninga fyrir þeirra hönd. Þegar kemur að endurnýjun setjum við okkur í samband við viðskiptavini, fáum þær upplýsingar sem þörf er á og sjáum svo um að endurnýja í þeirra nafni. Þannig geta viðskiptavinir okkar áhyggjulaust einbeitt sér að áframhaldandi uppbyggingu fyrirtækisins og vexti.