Tego hugverkaráðgjöf

TEGO er latneskt orð sem þýðir að vernda, að verja, að skýla. Nafnið felur því í sér megin markmið okkar og stefnu sem er að aðstoða þig við að vernda hugverkaréttindi þín og hámarka verðmæti þeirra.
 
Finnst þér erfitt að átta þig á því hvernig vörumerki, einkaleyfi eða hönnun virka? Hvernig þú átt að bera þig að við skráningu og vernd slíkra réttinda?
 
Ráðgjafar okkar geta aðstoðað þig við skráningu og vernd allra hugverkaréttinda og leiðbeint þér í gegnum frumskóg einkaleyfa, vörumerkja, hönnunar eða léna. Við hjálpum þér við að skilgreina hugverkaréttindi þín og skipuleggja hvernig þau eru skráð og vernduð, bæði á Íslandi og alþjóðlega. Við aðstoðum þig og ráðleggjum í samskiptum við Einkaleyfastofu hér á Íslandi en einnig búum við yfir viðamiklu tengslaneti ráðgjafa um allan heim sem þýðir að við getum aðstoðað þig við að vernda hugverkaréttindi þín hvar sem er í heiminum, hvort sem um ræðir  vörumerki, einkaleyfi, hönnun eða annað.
 
Utanumhald um hugverkaréttindi (IPR management) er annar mikilvægur þáttur í þjónustu okkar. Það er ekki nóg að þekkja réttindi sín og skrá þau. Til þess að geta varið og fylgt eftir þeim eignarétti sem í hugverkaréttindunum felst þarf virka eftirfylgni og utanumhald. Tego hugverkaráðgjöf  býður viðskiptavinum sínum þá þjónustu að halda utanum réttindi þeirra miðlægt í sérhæfðu tölvukerfi sem tryggir að yfirsýn næst yfir allar eignir á einum aðgengilegum stað.
 
Lykilþáttur í því að skapa og viðhalda aðgreiningu og samkeppnisforskoti í alþjóðlegu rekstrarumhverfi er framsækin stefna um hugverkaréttindi þar sem horft er til langs tíma í verndun og verðmætaaukningu. Þá skiptir ekki máli hvort þú sért í forsvari fyrir stórt alþjóðlegt fyrirtæki eða frumkvöðull að taka þín fyrstu skref, þú verður að stjórna, vernda og viðhalda hugverkaréttindum þínum á ábyrgan og öruggan máta.
 
Framtíðarárangur þinn og arðsemi er í húfi!