Hönnun

Hönnun er jafn mikilvægur hluti af hugverkaréttindum og hver önnur hugverkaréttindi eins og einkaleyfi, vörumerki eða lén. Því þarf að huga að skráningu, viðhaldi og verndun á hönnun líkt og annarra hugverka.
 
Hönnunarskráningar hafa ekki náð sömu fótfestu og vörumerki eða einkaleyfi en engu að síður þá er oft á tíðum mikil verðmæti fólgin í hönnunum einstakling og fyrirtækja. Reynslan frá nágranna þjóðum okkar sýnir svo ekki verði umvillst mikilvægi þess að huga vel að verndun hönnunar.
 
Hönnunarskráning verndar ýmist heildarútlit vöru eða hluta þess allt eftir því hvort hönnunin er í heild sinni nýjung eða einungis ákveðin hluti hennar. Þá er hugtakið hönnun mjög stórt. Allt í kringum okkur er hönnun, hvort sem það eru fötin sem við erum í, glösin sem við drekkum úr eða stóllinn sem við sitjum í. En hvaða hönnun á að sækja um skráningu fyrir og hvaða ekki. Við slíkum spurningum er ekkert algilt svar og því mikilvægt að hönnuðir leiti sér aðstoðar við mat á skráningarhæfi og umfangi frá sérfræðingum.
 
Sérfræðingar Tego geta aðstoða þig við mat og skráningar á hönnun. Ekki hika við að hafa samband ef þig vantar aðstoð. Ekki taka áhættuna á því að tapa eign þinni að óþörfu.