Vörumerki

Vörumerki er ein dýrmætasta eign sérhvers fyrirtækis. En til að viðhalda og auka verðgildi vörumerkisins þá verður stöðugt að viðhalda, vernda og vinna gegn mögulegri misnotkun á vörumerkinu á markaði.
 
En afhverju að leita aðstoðar varðandi skráningu og verndun á vörumerki?
 
Fyrsta atriði sem þarf að huga að er hvort vörumerkið sé skráningarhæft. Hvort vörumerkið uppfylli skilyrði laga til að njóta verndar. Sérfræðingar okkar geta svarað þessari spurningu og ráðlagt viðskiptavinum um nauðsynlegar úrbætur sé þess þörf.
 
Næsta atriði sem þarf að huga að er hvort vörumerkið brjóti á fyrri réttindum. Það er algengt að heyra frá viðskiptavinum að þeir hafi farið til Einkaleyfastofu og athugað hvort einhver sé með einkaleyfi á vörumerkinu sem viðkomandi vill nota. Vandinn er sá að slíka athugun er ekki nóg. Það geta verið fyrirtækjanöfn, ruglingslega lík vörumerki eða notkun á markaði sem geta verið hindrun fyrir notkun vörumerkis. Athugun á því hvort mögulegt sé að nota vörumerki hér á landi felur því í sér meira en að athuga bara vörumerkjaskrá og opinberir aðilar eins og Einkaleyfastofa bjóða ekki upp á þá þjónustu að gera fullnaðarathugun á vörumerkjum.
 
Með sama hætti þarf að meta hvernig er best að hátta vernd á vörumerkinu þínu. Áttu að skrá orðið eða logoið og hver er munurinn? Hvað fela mismunandi skráningar í sér? Hvað með erlendis, hvernig er best að skrá  og vernda erlendis?
 
Við hjá Tego bjóðum upp á umfangsmikla þjónustu á sviði vörumerkja, þjónusta sem spannar allt frá þróun vörumerkis til skráningar þess, verndunar og viðhalds á alþjóðlegum markaði. Þá bjóðum við upp á stöðuga vöktun og eftirlit með vörumerkinu hvar sem er í heiminum  í samstarfi við sérhæfð fyrirtæki í vöktunarþjónustu .
 
Eins og ávallt þá sérsníðum við vörumerkjaþjónustu okkar að þörf hvers viðskiptavinar fyrir sig. Þar horfum við á heildarstarfsemi fyrirtækisins, rekstrarstærð, staðsetningu á markaði, áætlanir um inngöngu á nýja markaði, alþjóðlegt laga- og rekstrarumhverfi og áhrif þessara þátta á vörumerkið. Getum við ýmist haft umsjón og ábyrgð með öllu ferlinu í heild sinni eða sinnt einstaka þáttum þess í samvinnu við þig.