Þjónustan
Skráning, verndun og viðhald vörumerkja, einkaleyfa, hönnuna og léna er stöðugt ferli sem öll fyrirtæki þurfa að sinna vel og af kostgæfni. Með okkar aðstoð getur þú með skipulegum hætti aukið verðmæti þinna eigna sem bundnar eru í hugverkaréttindum þínum og lagt þannig grunninn að auknum vexti og árangri þíns fyrirtækis til framtíðar.
Þjónusta okkar nær yfir alla þætti hugverkaréttinda og hefur það að markmiði að hámarka arðsemi þína tengda hugverkaréttindum en á sama tíma draga úr rekstrar- og samkeppnisáhættu. Við bjóðum upp á sérhæfðar lausnir þar sem starfsfólk okkar sér ýmist um hluta af ferlinu fyrir þig eða heldur utanum það í heild sinni.
Við getum séð um stjórnun og viðhald þinna hugverkaréttinda í samstarfi við þitt fólk allt eftir þörfum þínum og óskum. Það þarf ekki að vera til staðar sérfræðingur í hugverkaréttindum innanhús. Við erum sérfræðngurinn þinn!
Við skráum, verndum, vöktum, viðhöldum og endurnýjum - allt í samræmi við verk- og kostnaðaráætlun sem unnin er á grundvelli óska þinna og samþykkt af þér. Við sjáum um rest með þína hagsmuni að leiðarljósi.
Starfsfólk Tego býr yfir áralangri reynslu og mikilli hæfni á sviði hugverkaréttinda, reksturs og markaðssetningar hvort sem er hér heima eða á erlendum vettvangi. Í samvinnu við alþjóðlega sérfræðinga og umboðsmenn bjóðum við viðskiptavinum okkar upp á fulla þjónustu hvar sem er í heiminum.
Hafðu samband, við tökum vel á móti þér!