Falsanir

Þegar kemur að fölsun vara og sölu þeirra á markaði er Ísland því miður engin undantekning. Eru falsaðar vörur þó í flestum tilvikum fluttar inn til landsins og seldar til viðskiptavina án þeirra vitneskju. Íslendingar eru í flestum tilvikum lítið meðvitaðir um þá ógn sem stafar af fölsuðum vörum, áhrifum þeirra á efnahagslífið og þeirrar hættu sem felst í því t.d. að kaupa og neyta falsaðra lyfja eða samheitalyfja.