Lén

Í nútíma samfélagi eru internetið og lénamál órjúfanlegur þáttur allra viðskipta sem og allra fyrirtækja. Eitt það fyrsta sem huga þarf að við stofnun fyrirtækja er að tryggja sér rétt lén, skrá það og viðhalda svo eign sinni með endurnýjun og viðhaldi.
 
Það er mikilvægt að vanda vel þjónustuaðila sína þegar kemur að lénum þar sem margir óprúttnir aðilar reyna að hagnast á lénum með óréttmætum hætti. Sem dæmi má nefna að ekki er óhætt að athuga inni á hvaða "who-is" leitarvél sem er að óskráðum lénum. Í of mörgum tilfellum er fylgst með slíkum leitum og þau lén sem leitað er að skráð í þeirri von að hægt verði síðar að selja viðkomandi aðila lénið með hagnaði.
 
Við hjá Tego vitum þetta og leggjum mikla áherslu á að skipta aðeins við viðurkennda alþjóðlega aðila. Eins leggjum við áherslu á að viðskiptavinir okkar hugi vel að lénamálum sínum og horfi á þau sem órjúfanlegan hluta af hugverkaréttindum sínum. Móti um þau stefnu og sinni viðhaldi þeirra með sama hætti og annarra hugverkaréttinda.
 
Til að einfalda viðskiptavinum okkar umsjón og utanumhald lénaréttinda sinna, bjóðum við upp á heildarþjónustu þar sem sérfræðingar okkar sjá um öll mál er varða lén fyrirtækisins.