Önnur þjónusta
Starfsfólk Tego veitir örugga og trausta þjónustu á sviði hugverkaréttinda þar sem markmiðið er að hámarka verðmæti á meðan stöðugu öryggi og vernd er viðhaldið með góðri stefnu og framkvæmd hennar.
Hugverkaréttindi og eignir bundnar þeim hafa mikil áhrif á ímyndar- og markaðsmál fyrirtækja. Þess vegna bjóðum við upp á ráðgjöf og þjónustu tengda ímyndar- og markaðsmálum ásamt ráðgjöf við mótun heildar viðskiptastefnu um þessi mál. Þá komum við líka að framkvæmd áreiðanleikakannana þar sem við tökum að okkur hlutann er snýr að hugverkaréttindum.
Við leggjum mikla áherslu á að sérsníða lausnir okkar að þörfum og kröfum hvers viðskiptavinar þar sem horft er til umfangs, viðskiptahátta, stefnu og markmiða fyrirtækisins til framtíðar.