Stefnumiðuð stjórnun hugverkaréttinda

Mótun og innleiðing stefnu um hugverk
Öll fyrirtæki, stór eða smá, þurfa að móta heildræna, árangursmiðaða stefnu um hugverkaréttindi sín og innleiða hana miðlægt á stjórnendastigi með þar tilgreindri fjárveitingu og ábyrgð. Með mótun slíkrar stefnu er komið í veg fyrir handahófskennda skráningu á vörumerkjum, hönnunum eða einkaleyfum.
 
Heildræn stefna um hugverkaréttindi þarf að útskýra í stuttu og hnitmiðuðu máli markmið fyrirtækisins varðandi hugverkaréttindi, hvernig fyrirtækið hyggst vernda þau og viðhalda til framtíðar. Í stefnunni þarf að skilgreina hvað fyrirtækið sér sem hugverkaréttindi sín og afhverju þessi réttindu eru verðmæt fyrir fyrirtækið. Þá þarf að vera skýr og fastmótaður rammi fyrir stjórnendur til ákvarðana töku um hugverkaréttindi. Með góðri innleiðingu slíkrar stefnu er mögulegt að auka verðmæti fyrirtækisins og skapa ný viðskiptatækifæri tengd hugverkaréttindum fyrirtækisins auk þess sem koma má í veg fyrir óþarfa fjárútlát við þróun og rannsóknir.
 
Ef þig vantar aðstoð við þróun, mótun og/eða til innleiðingar stefnu um hugverkaréttindi í þínu fyrirtæki, hafðu þá samband við sérfræðinga okkar. Við erum hér fyrir þig!!