Önnur þjónusta

Auðkenni fyrirtækja
Auðkenni hvers fyrirtækis er raunveruleiki þess og grundvöllur. Auðkennið er það sem gerir fyrirtækið einstakt og mótar þann persónuleika sem aðgreinir það frá öðrum á markaði og gerir það sérstakt í hugum viðskiptavina.
 
Þegar nýtt auðkenni er mótað er mikilvægt að það sé sterkt, sérstakt og endurspegli þá ímynd sem fyrirtækið hefur og/eða vill skapa sér. Það verður að vera traustverðugt og gefa til kynna á einfaldan máta hvert hlutverk og kjarni fyrirtækisins er.
 
Áður en fyrirtækjaauðkenni er svo ákveðið og sett á markað er mikilvægt að ganga úr skugga um að það brjóti ekki á réttindum annarsmarkaðsaðila eða sé ruglingslega líkt öðru fyrirtækjaauðkenni sem þegar er til.
 
Sérfræðingar okkar hjá Tego hafa unnið með fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum við sköpun og mótun nýrra auðkenna og hafa í gegnum árin byggt upp sterkt tengslanet alþjóðlegra sérfræðinga og nafnasköpunarfyrirtækja sem geta komið að málunum og unnið með viðskiptavinum okkar í slíkum verkefnum.