Önnur þjónusta

Áreiðanleikakannanir um hugverk
Þarfnast þú áreiðanlegra gagna um hugverkaréttindi þín og annarra á markaði. Áreiðanleikakannanir eru til þess gerðar að varpa ljósi á raunverulegar eignir fyrirtækja út frá fjárhagslegu, markaðslegu og lagalegu sjónarmiði.
 
Þáttur hugverkaréttinda í áreiðanleikakönnunum tekur venjulega mið af spurningum eins og:
 
•  Getur fyrirtækið starfað óhindrað innan þess markaðar og umhverfis sem horft er til?
•  Hefur fyrirtækið skráð og tryggt þau hugverkaréttindi sem nauðsynleg eru?
•  Eru hugverkaréttindin sem fyrirtækið á eða er með í skráningarferli eins sterk og haldið er fram?
•  Eru hugverkaréttindin raunverulega gild, þ.e. eru virkilega hægt að framfylgja þeim og fá þau staðfest?
 
Starfsfólk okkar hefur gert áreiðanleikakannanir út um allan heim í samstarfi við alþjóðlega sérfræðinga á sviði hugverkaréttar og kann því vel til verka. Hafðu samband ef þú vilt fá nánari upplýsingar.