Lén
Stefnumótun
Það er alveg jafn mikilvægt að móta staðfasta stefnu um lénaréttindin þín sem og um önnur hugverkaréttindi. Það eru til óteljandi samsetningar orða og orðsambanda með mismunandi lénaendingum sem hægt er að skrá og því ómögulegt að verjast þeim öllum eða eigna sér öll lén sem líkjast þínu með einhverju móti.
Við hjá Tego getum aðstoðað þig við að meta samkeppnisáhættuna og skrá þau lén sem líkleg eru til þess að skapa rugling um vöru þína eða þjónustu. Eins getum við í samvinnu við fyrirtækið þitt mótað stefnu um lénamálin sem er í takt við stefnu fyrirtækisins um hugverkaréttindi, bæði á Íslandi sem og erlendis.