Lén
Skráning
Internetið er stór hluti af viðskipta- og markaðsumhverfi nútímans og eru lén eða heimasíður fyrirtækja andlit þeirra og auðkenni á Internetinu. Mikilvægt er að fyrirtæki verndi og verji lén sín sem standa fyrir nafn eða vöru þeirra á Netinu og aðgreinir hana frá öðrum samkeppnisaðilum.
Það er ekki án ástæðu að ósamræmdum og oft á tíðum skrítnum skráningarreglum léna er líkt við frumskóg, þar sem reglur frumskógarins um "fyrstur kemur - fyrstur fær" gilda. Það getur oft á tíðum reynst erfitt að átta sig á ósamræmdum reglum og skráningarkröfum sem gilda á milli mismunandi landa og um mismunandi lénaendingar. Getur því oft reynst flóknara en sýnist að skrá lén og viðhalda þeim alþjóðlega til framtíðar.
Í gegnum tíðina höfum við skráð og viðhaldið lénum fyrir mörg íslensk fyrirtæki bæði á Íslandi og erlendis. Við þekkjum þær reglur og kröfur sem gilda á hverju markaðssvæði um sig og vitum hvað þarf til þess að vernda þessa mikilvægu eign.