Hönnun
Leitir
Áður en farið er að stað með hönnunarskráningu, sérstaklega erlendis, er mikilvægt að safna saman upplýsingum og gögnum um markaðinn, samkeppnisaðila og samkeppnisvörur svo hægt sé að meta fýsileika þess að sækja um skráningu.
Við bjóðum viðskiptavinum upp á heilsteyptan þjónustupakka þar sem við sjáum um alla undirbúningsvinnu, framkvæmum hönnunarleit, metum upplýsingar og gögn sem safnað hefur verið og ráðleggjum að síðustu um næstu skref. Með þessum hætti er hægt að fyrirbyggja að viðskiptavinir sói fjármagni í hönnunarskráningu sem fyrirséð er að hafi ekki nægjanlegt verndar umfang.