Hönnun

Nytjaleyfissamningar
Góð hönnun getur auðveldlega skapað tekjur fyrir eiganda hennar til framtíðar. Með því að bjóða þriðja aðila hana til notkunar með sérstökum nytjaleyfissamningi (license), getur þú leigt réttindin á notkun hönnunarinnar gegn þóknun.
 
Ef þú hefur áhuga á að selja nytjaleyfi á hönnun þinni getum við hjá Tego ráðlagt þér og aðstoðað við samningagerðina. Hafa ber í huga að áður en farið er af stað með nytjaleyfissamninga hönnunin sé skráð og varin innan allra þeirra markaðssvæða sem áætlað er að sækja á í samræmi við lög viðkomandi landa.