Um okkur
Samstarfsaðilarnir
Við hjá Tego leggjum mikla áherslu á traust og fagleg vinnubrögð á öllum sviðum okkar þjónustu. Það er að okkar mati lykilatriði að allir aðilar sem koma að hugverkaréttindum, hvort sem er einstaklingar sem eigendur réttindanna, fjárfestar, stjórnendur, markaðsfólk innan fyrirtækisins eða lögfræðingar, vinni saman að sameiginlegu markmiði, að hámarka virði eignanna. Sérfræðingar Tego hafa mikla reynslu í samskiptum við alla slíka aðila.
Til að tryggja bestu mögulegu lausnirnar hverju sinni höfum við komið okkur upp stóru neti bæði innlendra og alþjóðlegra sérfræðinga sem við getum leitað til við úrlausn þinna mála.
Tego hugverkaráðgjöf er samstarfsfélag JP lögmanna og sækja félögin sér aðstoð og liðsinni hvors annars eftir þörfum. Með þessari samvinnu getum við boðið viðskiptavinum okkar upp á alla almenna lögfræðiþjónustu samhliða ráðgjafaþjónustu okkar um hugverkaréttindi. Með þessu móti næst heildstæð þjónustu á einum stað.