Um okkur

Starfsumhverfið
Hjá Tego er áhersla lögð á opið og persónulegt starfsumhverfi þar sem allir fá sín notið.
 
Á það jafnt við um starfsfólk okkar sem og viðskiptavini. Við gerum okkur grein fyrir því að öll erum við ólík, með ólík markmið og áherslur. Því viljum við vinna með viðskiptavinum okkar, við leggjum áherslu á að öðlast skilning á rekstrarumhverfi þeirra og aðlaga þjónustulausn okkar að aðstæðum viðskiptavinarins.
 
Þar sem hugverkaréttindi eru þess eðlis að þau þarf að verja í hverju landi fyrir sig þá starfar Tego á alþjóðlegum markaði. Starfsfólk okkar hefur mikla reynslu af samskiptum við erlenda aðila og af því að takast á við ólíkar áherslur milli landa og menningarheima.
 
Við viðhöldum og eflum gæði þjónustunnar og hæfni starfsfólks okkar með því að leggja áherslu á símenntun og hvetjum starfsfólk okkar til náms og þekkingarsköpunar sem nýtist í okkar síbreytilega, skemmtilega og krefjandi starfsumhverfi.