Vörumerki

Nytja- og sérleyfissamningar
Vörumerki geta verið notuð í öðrum tilgangi en til ímyndasköpunar fyrir vöru eða þjónustu. Vörumerki geta með réttri notkun og skráningu verið sértæk tekjulind til framtíðar. í gegnum nytjaleyfissamninga og viðskiptasérleyfissamninga (e. license & franchise agreements) geta fyrirtæki notið arðsemi af vörumerki sínu samhliða öðrum viðskiptum.
 
Ef þú telur vörumerki þitt vera til þess fallið að gera um það nytja- eða viðskiptasérleyfissamning sem seldur er til þriðja aðila gegn þóknun, vertu þá endilega í sambandi við sérfræðinga okkar. Við getum leiðbeint þér um notkunarrétt vörumerkisins og aðstoðað þig við samningagerðina.