Vörumerki

Skráning
Vörumerki er ein verðmætasta eign sérhvers fyrirtækis því er mikilvægt að skrá þau réttindin sem í vörumerkinu felast hjá viðeigandi skráningaryfirvöldum.
 
Mikilvægt er að vanda vel til verka þegar vörumerki er skráð. Skráningin markar verndarumfang vörumerkisins og þar af leiðandi getur það skipt mikilu máli hvernig merkið er verndað. Þá þarf að huga vel að því að skráning merkisins sé í samræmi við notkun þess og stefnu fyrirtækisins með vörumerkið.
 
En hvað er vörumerki? Vörumerki er hvers konar auðkenni sem er til þess fallið að aðgreina vöru eða þjónustu fyritækis frá öðrum á markaðnum. Vörumerki getur því verið orð, orðasambönd, mannanöfn, firmaheiti, slagorð, mynd, bókstafir, tölustafir, útlit og umbúðir vöru.
 
Það er því mikilvægt að hugsa stefnumiðað til framtíðar þegar vörumerki eru hannað, valið og skráð á sérhverju markaðssvæði.
 
Sérfræðingar Tego geta aðstoðað þig við að meta hvernig hagstæðast er fyrir þig að skrá og vernda vörumerkið ásamt því að byggja upp raunhæfa og hniðmiðað vörumerkjastefnu.
 
Við bjóðum upp á viðamikla þjónustu á sviði vörumerkja sem nær allt frá mati og skráningu vörumerkja til verndunar og vöktunar til framtíðar. Starfsfólk okkar býr yfir mikilli reynslu af vinnu við vörumerki og getur aðstoðað þig við stjórnun vörumerkis þíns hvort sem er á heima- eða alþjóðlegum markaði. Með samvinnu við alþjóðlega sérfræðinga og umboðsmenn, ásamt aðgengi að alþjóðlegum gagna- og leitarvélum erum við fullkomnlega í stakk búin til þess að veita þér þá þjónustu sem þú þarfnast, í samræmi við getu þín og umfang.