Vörumerki

Vöktun
Vöktun vörumerkja er einn mikilvægasti hlekkurinn í því að viðhalda þeim verðmætum sem í vörumerki felst.
 
Sú ábyrgð er lögð á vörumerkjaeigendur, líkt og eigendur annarra eigna, að viðhalda og vakta eign sína, vörumerkið. Verðmæti vörumerkis rýrnar fljótt ef aðrir en eigendur þess geta óhindrað notað eins eða ruglingslík vörumerki.
 
Það er því mikilvægt að fylgjast vel með nýjum vörumerkjaskráningum innan þess geira og á þeim markaðssvæðum sem þú starfar á, svo hægt sé að bregðast tímanlega við hugsanlegum brotum á vörumerkjarétti þínum.
 
Við aðstoðum þig við að vakta vörumerki þitt á Íslandi, í Evrópu eða um allan heim, allt eftir þörfum þínum.
 
Í samstarfi við alþjóðlega vöktunarþjónustuaðila bjóðum við upp á vöktunarlausnir sem henta sérhverju fyrirtæki og markaði. Nær sú þjónusta til vöktunar á vörumerkjum, lénum og fyrirtækjanöfnum, ýmist svæðisbundið, landsbundið eða alþjóðlega.