Vörumerki

Andmæli og misnotkun
Hluti af því að viðhalda verðmætum sem í vörumerki felast er að andmæla framkomnum umsóknum um skráningu á vörumerki sem brýtur gegn fyrri vörumerkjarétti eða með því að bregaðst við misnotkun þriðja aðila á vörumerkinu.
 
Ef upp kemur sú staða að annar aðili hefur sótt um skráningu á eins eða ruglingslega líku vörumerki þá þarf að leggja inn andmæli innan tilskilins frests hjá viðkomandi skráningaryfirvöldum.
 
Með sama hætta þarf að bregðast við því ef upp kemst um misnoktun þriðja aðila á vörumerki, hvort sem það er gert með samningaviðræðum við þann aðila eða með ósk um lögbann við notkuninni.
 
Sérfræðingar okkar hafa mikla reynslu í andmælaferlinum og viðbrögðum við misnotkun bæði á Íslandi og erlendis. Við búum yfir öflugu tengslaneti um allan heim sem við getum nýtt til að koma hratt og örugglega í veg fyrir misnotkun hvar sem er í heiminu.
 
Við getum aðstoðað þig við að verja vörumerki þitt og snúa þannig vörn í sókn. Við aðstoðum þig við að fara yfir málið, meta líkur á árangri og sækja rétt þinn. Við getum aðstoðað þig við hluta málsins eða tekið það að okkur í heild sinni. Þitt er valið.