Vörumerki

Viðhald og endurnýjun
Eftir að vörumerki hefur verið skráð þarf að huga að því að viðhalda þeirri eign sem í vörumerkinu felst og þá sérstaklega að endurnýjun þess.
 
Meginreglan er sú að vörumerki eru skráð í 10 ár í senn, en með því að endurnýja merkið á 10 ára fresti getur vörumerki verið ævarandi eign þín, það er að segja ef vel er að málum staðið og vörumerkinu viðhaldið með réttmætum hætti.
 
Til að koma í veg fyrir að viðskiptavinir okkar eigi á hættu að missi vörumerkjaréttindi sín, bjóðum við upp á örugga og hagkvæma þjónustulausn þar sem við sjáum um öll mál er tengjast viðhaldi og endurnýjun vörumerkisins til framtíðar. Við þekkjum mismunandi reglur landa um allan heima og hvað þarf til þess að viðhalda réttindum í þeim löndum sem vörumerkið þitt er skráð í.
 
Með því að nýta þjónustu okkar getur þú einbeitt þér að uppbyggingu og vexti fyrirtækisins án þess að hafa áhyggjur af því að missa eina dýrmætustu eign fyrirtækisins - vörumerkið!!