Vörumerki

Leitir
Áður notkun er hafin á vörumerki er gríðarlega mikilvægt að gerð sé leit á markaði að fyrri réttindum. Eftir að gengið hefur verið úr skugga um að vörumerki þitt uppfylli skilyrði laga um vernd þá er næsta skrefa að kanna hvor að vörumerkið sé laust til skráningar og notkunar, hvort sem er innanlands eða erlendum markaði?
 
Við leit að vörumerki er athugað hvort til staðar séu eins eða ruglingslega lík vörumerki eða önnur réttindi á þeim markaðssvæðum sem þú vilt nota vörumerkið þitt á.
 
Vörumerki sem ekki er ruglingslega líkt öðrum merkjum á markaði er mun sterkara og líklegra til árangurs og vaxtar bæði hér á Íslandi og á alþjóðlegum markaði en vörumerki sem ekki getur aðgreint þína vöru og þjónustu frá öðrum með fullnægjandi hætti.
 
Við hjá Tego höfum mikla reynslu í vörumerkjaleit bæði hér heima og erlendis. Við notum sérhæfðar leitarvélar og störfum með sérfræðingum um allan heim svo tryggt sé að viðskiptavinir okkar fái alltaf bestu þjónustuna sem völ er á og mat okkar sérfræðinga ætíð byggt á traustum og öruggum gögnum.
 
Vörumerkjaleit nær yfir skráð vörumerki á þeim markaðssvæðum sem óskað er eftir. Þá er leitað að öðrum réttindum eins og fyrirtækjaheitum, þjónustumerkjum, notkun á markað eða sérnöfnum svo dæmi séu tekin, allt eftir þeim reglum sem gilda í viðkomandi landi um réttindi sem geta hindrað notkun eða skráningu á vörumerki í því landi. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að leit að vörumerki á leitarvélum er ekki fullnægjandi þar sem slíkar leitarvélar ná ekki til lokaðra gagnagrunna.